Leita í fréttum mbl.is

Sumarið líður allt of fljótt!

Já nú er sumarið senn liðið eða kannski fríið, eru samt nokkrar vikur eftir samkv. dagatalinu. Fyrir mér er sumarið senn að ljúka, eftir verzlunarmannahelgina þá fer maður að vinna og allt fellur í sitt vana far.

 En þetta er búið að vera frábært sumar hjá mér og minni fjölskyldu. Hef ekki verið svona mikið í útilegum bara nokkurn tíma ýmist í tjaldi eða hjólhýsi. Fyrst fórum við nokkrar ferðir á Flúðir í hjólhýsi foreldranna og vinna í að koma því í lag, því það stóð úti í allan vetur og var farið að láta á sjá. Við Gulla keyptum þetta fína fortjald á hjólhýsið og voða stolt af því. En þegar við vorum að flytja hjólhýsið til Reykjavíkur í smá yfirhalningu fauk fortjaldið af einhverstaðar á leiðinni....  Það er sko hægt að rúlla því upp og rennt inn í pulsu sem hangir á hliðinni. En foreldrar mínir keyptu annað og svo var brunað með hýsið í Fossatún í Borgarfirði, frábær staður og vorum þar í nokkrar nætur í júlí. En einn daginn sem foreldrar mínir vori í hjólhýsinu var svo mikið rok að fortjaldið rifnaði upp úr kósunum og þurfti að setja það í viðgerð.

En víkjum næst að ferðalagi okkar, Gunnar Örn hafði samband við mig og hafði áhuga á að skreppa inn í Landmannalaugar og mæltum við okkur mót við hann á Hellu en þá var náttúrulega svo mikið að gera á hótelinu sem hann stýrir þannig að hann komst ekki með. Við skruppum í heimsókn til Tinnu og Valda í staðinn, geggjaður bústaður sem tengdaforeldrar Tinnu eiga og áttum við frábærar stundir þar. Daginn eftir var haldið án Gunnars inn í Landmannalaugar og var farin fjallabaksleið nyrðri, mjög skemmtileg leið og falleg. Landmannalaugar eru bara flatur sand og vikurdalur með heitum læk! og fólkið hýmdi í heita læknum eins og í nauthólsvík forðum! ömurleg tjaldaðstaða en allt fullt af kúlutjöldum og blessaðir útlendingarnir sætta sig við svona aðstæður,  ég sá engan Íslending í Landmannalaugum. En fjallasýn er fögur í dalnum og skemmtilegar hraunlautir sem minna á dimmuborgir. Frá Landmannalaugum var svo haldið Dómadalsleið norður fyrir Heklu og inn að Galtalæk, þá komum við á malbikið aftur! og ferðinni heitið beint inn á Hótel Mosfell á Hellu og gistum við þar eina nótt hjá Gunnari, mjög þægilegt og flott Hótel.

Síðan var ferðinni heitið inn í Þórsmörk og mjög gaman að þeysa yfir árnar á jeppanum (-:  Þegar við komum að Krossá hittum við tvo hjólamenn Söndru og Luca sem komu að máli við okkur og spurðu hvort við gætum tekið farangurinn þeirra af hjólunum svo þau gætu teymt hjólin yfir Krossá! En mér leist ekki á það (áin mórauð og beljandi) og bauð þeim í staðin að taka farangurinn þeirra og þau myndu svo hjóla á eftir okkur inn í Bása. Þegar þangað var komið hófumst við handa við að tjalda á frábærum gróðursælum stað. Við hittum svo Svissnesku vini okkar daginn eftir og elduðum saman og á með okkur varð góður vinskapur, enda hittumst við svo nokkrum sinnum í bænum í lok ferðarinnar hjá þeim. Ekkert smá dugleg búin að hjóla þvert yfir hálendið og vestfirðina ...uhh.. þvílík elja. Fórum með þau á öldurhús og svo buðu þau okkur á kaffihús daginn sem þau yfirgáfu landið.

Þau buðu okkur svo að koma í heimsókn ef við erum á ferðinni í Sviss.  Þegar við vorum að keyra Þórsmerkurafleggjarann undir Eyjafjöllum keyrðum við framhjá tjaldstæði sem heitir Hamragil og féllum strax fyrir því og ég fékk mömmu til að skoða það og  hún varð heilluð.. Næst var svo að flytja hjólhýsið þangað og verður það núna út ágúst. Erum búin að dvelja þar í 2 nætur og frábært að vera þar undir hrikalegum hömrum og svo nálægðin við Seljalandsfoss gerir staðinn enn seiðmagnaðri. Og svo er það Verzlunarmannahelgin þá verður farið í Bása í þórsmörk og tjaldað og skroppið svo að Hamragili og kíkt á foreldrana því þau ætla að dvelja í hjólhýsinu. Við höfum að mestu verið barnlaus í þessum ferðum utan nokkrar hjólhýsaferðir. Við ætlum nú að hafa Úlfar og Brynju með í Þórsmörkina nú um næstu helgi og hlökkum til að ljúka fríinu þar. En eigum eftir að skreppa helgi í ágúst með tengdó á píkunni eða svo kallast húsbíllinn hennar! og svo er punkturinn svo settur við ljósanótt í Keflavík með Hrefnu og fjölsk!

 

Kv Heimir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líst vel á þetta hjá ykkur  svona á sumarið að vera. Mér líst líka vel á áætlaðan endapunkt hjá ykkur, orðið ómissandi að hafa ykkur á Ljósanótt. Að þessu sinni koma einnig gestir frá Danmörku þannig að það verður bara gaman  

Til hamingju með síðuna þína.

Kveðja Hrefna

Hrefna (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 09:02

2 Smámynd: Rannveig H

Þið eruð bara flott! Ég vildi að ég væri meira fyrir svona kúlutuskur meina tjald þá kæmi ég með ykkur um versló.Þetta er greinilega búið að vera bráðskemmtilegt sumar.

Rannveig H, 30.7.2008 kl. 09:43

3 identicon

Sæll Heimir og fjölskylda.

Það er munur að vera kennari og eiga langt sumarfrí bara djók þið eigið svo sannarlega skilið að eiga gott frí frá uppeldi, og að foreldrar taki svo við í nokkrar vikur.

Mér er sagt að þú sért aðal grillarinn hjá Hrefnu litlu systur á Ljósanótt, þannig að þú verður að hafa eitthvað gott að borða fyrir mig Kveðja á ykkur Brynja

Brynja (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Heimir Jón
Heimir Jón
Íþróttakennari, fimleikaþjálfari og mikill mótorhjólaáhugamaður!

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband