Leita í fréttum mbl.is

Neyðin kennir naktri konu að spinna!

Ég fékk sent e-mail í gær svona nokkurskonar áskorun frá vini sem fékk sama e-mail frá öðrum vini og þannig koll af kolli. Enn eitt spamið uhh! en voða flott powerpoint slideshow um að nú skyldi almenningur hundsa stóru olíufélögin og skipta bara við þau minni eins og Atlas olíu o.fl.  Markmiðið að koma af stað verðstríði milli olíufélaganna. Allt í góðu með það en það stakk mig svolítið að stóru olíufélögin sem ekki á að skipta við eru tilgreind N1 og Shell. Hvað með Olís? Af hverju eru þeir ekki með?  Hélt að þeir teldust með þeim stærri! En sá grunur læddist að manni að upphafsmaður áróðursstríðsins væri jafnvel innanbúðarmaður hjá Olís??

En hvað um það það er ljóst að við verðum farin að borga 200 kall fyrir bensínlítrann innan skamms og eitthvað verður að gera. Heyrði í útvarpinu að einhver maður sem tæki 250.000 kall fyrir að skipta eldsneytiskerfinu á bensínbíl yfir í metangaskerfi sem er bara snilld og er lítrinn af metangasi 80% ódýrari en bensínið. Það myndi borga sig upp á 9 mánuðum á jeppanum mínum miðað við bensínverðlag í dag! Ekki er mótorhjólið skárra, kostar um 3000 kall að fylla, nokkrir lítrar sem tankurinn tekur!

En ég er alvarlega að hugsa það skynsamlegasta, setja reiðhjólið mitt í viðgerð og gefa þetta bensín ofurverð upp á bátinn og brenna bara eigin orkuforða, fituforðanum, alltaf nóg af honum í þessu annars velmektarþjóðfélagi!

Heimirjon


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tja þú hefur ekki mikin fituforða. Skárra væri að fóðra vöðvana

gulla (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 23:24

2 Smámynd: Rannveig H

Velkomin á bloggið Heimir  Mér lýst vel á að þú fáir þér gas gas gas á bílinn.Hum ertu að meina að Hann Einar Ben og Gísli Baldur séu að plotta.

Rannveig H, 25.6.2008 kl. 23:43

3 identicon

Jáhh, ég keypti mér eimitt þetta forláta reiðhjól í byrjun sumarsins... en hef ekki fengið tækifæri til að nota það eitthvað að ráði þótt ég væri smikið til í það... það er svona að eiga tvö börn.

En ég væri til að brenna fituforða líka.... hmm, hugsum þetta aðeins.

Gaman að sjá þig í blogg heiminum..... Heimir.... muhahaha

Adda rafsegulbylgju óða!!! 

adda trítilóða (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 00:19

4 identicon

Sæll minn kæri faðir.

Þú færð stóran plús í kladdann fyrir að skrifa hundsa en ekki hunsa!

Gunnar Örn (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Heimir Jón
Heimir Jón
Íþróttakennari, fimleikaþjálfari og mikill mótorhjólaáhugamaður!

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband